Óttast frekari samdrátt hjá SÁÁ 5. janúar 2005 00:01 Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira