Virkjar nýjar stöðvar í heilanum 13. október 2005 15:20 "Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum. Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Ég tel mikilvægt að skilja menningarheim heyrnarlausra, og það mun vonandi skila sér í betri sýningum frá mér," segir Margrét en auk táknmáls lærir hún um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls og félagslega stöðu þess. "Það er heilmikil stúdía í þessu, ég er ekki bara að læra tákn," segir Margrét, sem dregur ekki úr því hversu flókið það er að læra táknmál. "Það kom mér á óvart hversu lengi maður er að læra táknmál, en maður er að virkja nýjar stöðvar í heilanum og öll sú kunnátta sem maður hefur úr öðrum tungumálum nýtist manni ekki neitt," segir Margrét, sem bætir því við að hún ruglist nú stundum á táknum og hafi þá sagt dónalega hluti. "Það skiptir máli hvernig maður segir hlutina," segir Margrét og hlær. Námið í táknmálsfræðinni er hægt að taka á tveimur árum eða þremur og þá öðlast maður réttindi sem táknmálstúlkur. "Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég taki þriðja árið en ég efast ekki um að túlkunin muni nýtast mér þar sem sýningarnar mína eru túlkaðar," segir Margrét. Þessa stundina er Margrét að vinna að handriti að sýningu ásamt Lailu Margréti sem kallast Viðtalið. "Verkið fjallar um mæðgur þar sem dóttirinn er heyrnarlaus, en hún elst upp á þeim tíma þegar bannað var að kenna heyrnarlausum börnum táknmál," segir Margrét og lýsir því hvernig samskipti mæðgnanna hafa orðið að engu af þeim sökum. "Ég tel algera grunnforsendu að skilja menningarheim heyrnarlausra til að geta verið honum trú í verkum mínum," segir Margrét að lokum.
Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira