Hipphoppskór og sjálflýsandi úr 13. janúar 2005 00:01 Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp