Trúir ekki á megrunarkúra 25. janúar 2005 00:01 "Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott." Heilsa Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott."
Heilsa Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira