Þróar sinn eigin stíl 1. febrúar 2005 00:01 "Tai Chi hentar mér mjög vel þar sem líkamlegar og andlegar æfingar sameinast. Auk þess þarf ekkert að hafa fyrir þessu, manni nægir smá pláss og getur jafnvel gert þetta heima hjá sér," segir David Lynch, sviðstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins, sem hefur stundað Tai Chi í næstum 15 ár. David ferðast mjög mikið og gerir hann æfingarnar oft á hótelherberginu sínu, en hann sækir einnig tíma í Heilsudrekanum. "Ég hef alltaf verið mikill keppnismaður og keppti meðal annars í rúgbí og hljóp maraþon. Mér finnst ágætt að stunda íþrótt þar sem keppni skiptir engu máli, og líkar mér vel við þann hugsunarhátt," segir David og tekur það fram að hver og einn getur stundað Tai Chi á sínum hraða. "Ég er mikið fyrir slökun og hreyfi mig ekki eins hratt og ég gerði, þannig að ég er ofboðslega rólegur. Hins vegar er líka hægt að dansa Tai Chi, og það er einn strákur í tímum í Heilsudrekanum sem hefur áhuga á að læra það með sverði og spjóti," segir David. Mikilvægt segir hann að fólk læri grunninn vel en svo geti fólk mætt í tíma eins og því henti og þróað sinn eigin stíl. "Maður reynir heilmikið á sig og þó ég geri allt hægt og rólega kem ég rennandi sveittur út úr tíma," segir David og hlær. "Það er svo gott að finna vöðvana sem eru upptrekktir allan daginn slakna smátt og smátt og teygjast aðeins," segir David, sem sækir Tai Chi í Heilsudrekanum tvisvar í viku og stundar einnig æfingar heima. "Þegar mikið álag er í vinnunni virkar Tai Chi eins og mótefni við því," segir David, sem getur ekki hugsað sér lífið án þess. Heilsa Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Tai Chi hentar mér mjög vel þar sem líkamlegar og andlegar æfingar sameinast. Auk þess þarf ekkert að hafa fyrir þessu, manni nægir smá pláss og getur jafnvel gert þetta heima hjá sér," segir David Lynch, sviðstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins, sem hefur stundað Tai Chi í næstum 15 ár. David ferðast mjög mikið og gerir hann æfingarnar oft á hótelherberginu sínu, en hann sækir einnig tíma í Heilsudrekanum. "Ég hef alltaf verið mikill keppnismaður og keppti meðal annars í rúgbí og hljóp maraþon. Mér finnst ágætt að stunda íþrótt þar sem keppni skiptir engu máli, og líkar mér vel við þann hugsunarhátt," segir David og tekur það fram að hver og einn getur stundað Tai Chi á sínum hraða. "Ég er mikið fyrir slökun og hreyfi mig ekki eins hratt og ég gerði, þannig að ég er ofboðslega rólegur. Hins vegar er líka hægt að dansa Tai Chi, og það er einn strákur í tímum í Heilsudrekanum sem hefur áhuga á að læra það með sverði og spjóti," segir David. Mikilvægt segir hann að fólk læri grunninn vel en svo geti fólk mætt í tíma eins og því henti og þróað sinn eigin stíl. "Maður reynir heilmikið á sig og þó ég geri allt hægt og rólega kem ég rennandi sveittur út úr tíma," segir David og hlær. "Það er svo gott að finna vöðvana sem eru upptrekktir allan daginn slakna smátt og smátt og teygjast aðeins," segir David, sem sækir Tai Chi í Heilsudrekanum tvisvar í viku og stundar einnig æfingar heima. "Þegar mikið álag er í vinnunni virkar Tai Chi eins og mótefni við því," segir David, sem getur ekki hugsað sér lífið án þess.
Heilsa Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira