Ekki bara hopp og hí 2. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. [email protected] Nám Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. [email protected]
Nám Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira