Ekki bara hopp og hí 2. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. [email protected] Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. [email protected]
Nám Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira