Óeðlileg tengsl? Guðmundur Magnússon skrifar 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -[email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun