Er ný tónlist einhvers virði? 13. október 2005 15:31 Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -[email protected]
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun