Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur 11. febrúar 2005 00:01 Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira