Hillary eða Condi? Þórlindur Kjartansson skrifar 13. febrúar 2005 00:01 Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartansson[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Verðbólguvæntingar ráða meiru en verðbólgan - og í stjórnmálum ráða væntingar um framtíðina meiru heldur en staðan á hverjum tíma. Þetta gerir það að verkum að bandarískur forseti sem situr sitt síðara kjörtímabil hefur gjarnan verið talinn eiga erfitt með að athafna sig, enda koma lög í veg fyrir að viðkomandi geti boðið sig fram í þriðja sinn. Forsetar á síðara kjörtímabili hafa því stundum verið kallaðir "lame ducks" - eða "auðveldar bráðir."´Stuðningsmenn flokkanna hætta að sýna forsetanum skilyrðislausa hollustu en flytja hana frekar yfir á rísandi stjörnur sem taldar eru eiga bjarta framtíð fyrir sér. Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps. Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum. Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi. Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards. Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum. Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York. Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum. Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.Þórlindur Kjartansson[email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun