Flugvöllur fyrir fáa Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar