Flugvöllur fyrir fáa Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun