Reykingar og persónufrelsi Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir og þrjár aðrar þingkonur lögðu í vikunni fram frumvarp á Alþingi um að reykingar verði alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Hún sagði frá því í sjónvarpsfréttum bæði RÚV og Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld að hún hefði ekki trú á að frumvarpið nyti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar þar sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hafi áður fallið frá að leggja fram samskonar frumvarp. Hún fór svo beint í lýðskrumsgírinn með málið þegar fréttamaður RÚV hafði eftir henni að hún vissi að málið nyti "víðtæks stuðnings" í þjóðfélaginu. Það má vel vera að eitthvað sé til í því hjá Siv enda blandast fáum hugur um að reykingar eru subbulegur ávani sem hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar bæði fyrir þá sem reykja og þá sem dvelja langdvölum innan um reykingafólk. Það réttlætir samt ekki að farið sé með lögum gegn ákveðnum hópi fólks eins og Siv hyggst gera með frumvarpi sínu og það að ríkisstjórnin skuli ekki styðja tillögu af þessu tagi bendir til þess að einhverjir úr ráðherraliðinu virði enn persónufrelsi og eignarrétt en frumvarpinu er stefnt gegn þeim mannréttindaþáttum. Það vekur athygli að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins taka ekki þátt í að leggja frumvarpið fram með Siv enda felst í raun afneitun á hugmyndinni að baki frumvarpinu í nöfnum beggja flokkanna. Undirritaður hætti nýlega að reykja og hefur upplifað magnaðar breytingar til hins betra, bæði á sál og líkama, en finnst þó enn af og frá að ætla að banna öðrum að njóta þessa fíkniefnis sem ríkið er með einkaleyfi á að selja þegnum sínum. Það er vitaskuld voðalega auðvelt að taka afstöðu gegn reykingum enda málstaðurinn vondur en þar sem málið snýst fyrst og fremst um frelsi og forræðishyggju má ekki rugla hlutunum saman og telja þá sem neita að styðja frumvarpið einhverja sérstaka stuðningsmenn reykinga. Það er líka galið að gera ráð fyrir því að þó meirihluti þjóðarinnar sé á móti reykingum sé hann tilbúinn til að fótum troða mannréttindi þeirra sem reykja. Fólk er á móti klamydíu en er ekkert endilega tilbúið til að hætta að stunda kynlíf eða banna þá athöfn með öllu. Fólk er almennt á móti offitu og kransæðasjúkdómum en fæstir myndu vilja banna sykur og rjóma með lögum. Fólki er almennt meinilla við loftmengun og annt um ósonlagð en það er örugglega ekki tilbúið til að banna einkabílinn.Reykingafrumvarp Sivjar er í raun stórhættulegt og verði það að lögum er komið ákveðið fordæmi og þá fíleflast þeir forræðishyggjuþingmenn sem vilja hefta sykurneyslu og ekki líður á löngu þar til sykurbannsfrumvarpið "með víðtækan stuðning þjóðarinnar" lítur dagsins ljós. Síðan verða, koll af kolli, allir þeir hlutir sem heilla fíkla bannaðir með lögum. Þar með talið væntanlega sjónvarp, spilakassar, kynlíf, Lottóið og Ídolið. Þeir sem eru á móti reykingum og eru tilbúnir til að styðja reykingafrumvarpið í blindni myndu örugglega sjá ljósið og hugsa sig tvisvar um ef það ætti að taka af þeim rjómann, Kókið og Prins Pólóið með lögum. [email protected]
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun