Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu 6. mars 2005 00:01 Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira