Skoða mál Landhelgisgæslunnar 9. mars 2005 00:01 Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira