
Skipta fötin einhverju máli?
Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans.
Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti.
Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti.
Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi.
Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin.
Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar