Bíða dóms um ógildingu útboðs 20. mars 2005 00:01 Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent