
Er lýðræði loks að skjóta rótum?
Svæðið sem um ræðir er sannarlega ekki þekkt fyrir lýðræði eða virðingu fyrir mannréttindum. Aðeins eitt ríki getur talist búa við lýðræðisskipun og það er Ísrael. Í öðrum ríkjum er hefðin sú að völdin flytjast frá föður til sonar. Öll stjórnarandstaða er kæfð niður og ríkt eftirlit er með þeim sem grunaðir eru um skoðanir sem ekki eru þóknanlegar valdhöfum.
Þess vegna vekur það athygli þegar lýðræði og réttur einstaklinga er skyndilega orðið mál málananna í þessum heimshluta. Hvað hefur verið að gerast? Stutt er síðan Palestínumenn, sem lengst af hafa lotið stjórn hryðjuverkahópa, gengu að kjörborðinu og kusu sér forseta í frjálsum kosningum. Það var fráfall Jassers Arafats sem hleypti þeirri skriðu af stað. Um líkt leyti buðu átta milljónir Íraka hótunum og ógnunum hryðjuverkamanna birginn og tóku þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Þær voru haldnar þrátt fyrir ótryggt ástand,ekki síst fyrir hvatningu hins hófsama trúarleiðtoga Ali al-Sistani. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að slíkt ætti eftir að gerast í ríki Saddams Husseins og sona hans? Jafnvel í Saudí-Arabíu hafa nýskeð farið fram lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar.
Eftir þessu er tekið í nágrannalöndunum þar sem menn hafa enn ekki fengið að njóta réttar síns. Ástæðan er sú að netið og gervihnattasjónvarp miðla þessum upplýsingum til almennings sem áður var fullkomlega fáfróður um umheiminn og varð að láta sér nægja opinberar fréttir valdhafanna. Sjónvarpsstöðvar eins og Al Jazeera eiga hér stóran hlut að máli.
Fram hjá því verður ekki horft að innrás Bandaríkjamanna og samherja þeirra í Írak skiptir miklu málí í þessu sambandi. Jafnvel þótt hún sé fordæmd sem ólögleg og óskynsamleg er því ekki að neita að hún hefur vakið gífurlega áhuga á því meðal araba og annarra þjóða á svæðinu að þeir fái sjálfir að stjórna sínum málum. Yfirlýst markmið Bandaríkjamanna var að koma á lýðræði í landinu og kosningarnar voru liður í að efna það fyrirheit.
En það eru atburðir í Líbanon að undanförnu sem menn veita sérstaka athygli. Gífurlegt uppnám hefur skapast í kjölfar morðsins á Rafik Hariri forsætisráðherra landsins. Talið er að Sýrlendingar standi á bak við glæpinn en þeir hafa haft fjölmennt herlið í landinu um árabil. Reiði almennings birtist í fjöldamótmælum á götum úti. Stjórn Líbanons, sem höll var undir Sýrlendinga, náði ekki tökum ástandinu og neyddist til að segja af sér. Sýrlendingar hafa nú lofað að kalla hermenn sína brott og fyrirheit hefur verið gefið um frjálsar kosningar í maí.
Í júlí eru síðan fyrirhugaðar lýðræðislegar kosningar til þings Palestinumanna. Ekki er hægt að útiloka að þar vinni herskáir rétttrúnaðarmenn sigur. Lýðræði á enga vörn gagnvart mönnum sem nota það til að taka það úr sambandi. Í september verða forsetakosningar í Egyptalandi. Í fyrsta sinn í aldarfjórðung verður leyft mótframboð gegn forseta landsins, Hosni Mubarak.
Í smáríkjunum við Persaflóa, Qatar og Bahrain, eru miklar umræður í gangi um að koma á fjölflokkakerfi.
Við erum vön því að heyra eingöngu fréttir af hryðjuverkum,blóðbaði og öðrum hörmungum frá þessum heimshluta. Þess vegna vekja fréttir um lýðræðishreyfinguna óvæntu bæði undrun og gleði. Það væri mikil gæfa fyrir mannkynið allt ef þessi hreyfing fengi að skjóta rótum og umskapa þjóðfélög araba. Hvort sú verður raunin sker framtíðin ein úr um.
Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar