Lítil stelpa á litlum bíl 1. apríl 2005 00:01 "Ég á svartan Kia Picanto sem ég keypti mér í október á síðasta ári. Þetta er nýi smábíllinn frá Kia og voðalega sætur," segir Alma en það voru margir þættir sem spiluðu inn í val hennar á bílnum. "Hann var búinn að fá mjög gott úr alls kyns erlendum prófunum og könnunum og hann var valinn smábíll ársins hér á Íslandi á síðasta ári. Þannig að þetta er mjög öruggur bíll og það spilaði tvímælalaust stórt hlutverk í þessum kaupum mínum. Hann er líka lítill og penn og eiginlega algjör stelpubíll og auðvitað skipti það líka máli að hann er voðalega flottur. Hann er sjálfskiptur þannig að það er einnig afskaplega gott að keyra hann." Ölmu þykir vissulega vænt um smábílinn sinn en hún gæti samt alveg komist af án hans ef hún ætti annan. "Ég veit alveg að ég er ekki á flottasta bílnum í bænum og mér er alveg sama. Ég legg ekki mikið upp úr því að vera á flottum bíl enda er bíllinn bara til að koma mér á milli staða." "Áður en ég eignaðist þennan smábíl átti ég hvíta Nissan Micru," segir Alma og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana út í ást hennar á smábílum. "Já, ég er voðalega mikið fyrir smábíla enda er ég ekki mjög stór. En ég hef alls ekki mikið vit á bílum og er ekki týpan sem er með alla bílahlutina á hreinu eins og álfelgur og eitthvað í þeim dúr." En á Nylon-dísin sér draumabíl? "Já, það er svartur Lexus. Alltaf þegar ég sé þannig bíl á götunni þá finnst mér hann gjörsamlega geðveikur. Það er eitthvað heillandi við hann. En hann er örugglega fokdýr þannig að það er ekkert á dagskránni hjá mér að festa kaup á honum. Kannski þegar ég verð stærri," segir Alma og hlær, enda Lexus bílar engin smásmíði miðað við smábílana. Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég á svartan Kia Picanto sem ég keypti mér í október á síðasta ári. Þetta er nýi smábíllinn frá Kia og voðalega sætur," segir Alma en það voru margir þættir sem spiluðu inn í val hennar á bílnum. "Hann var búinn að fá mjög gott úr alls kyns erlendum prófunum og könnunum og hann var valinn smábíll ársins hér á Íslandi á síðasta ári. Þannig að þetta er mjög öruggur bíll og það spilaði tvímælalaust stórt hlutverk í þessum kaupum mínum. Hann er líka lítill og penn og eiginlega algjör stelpubíll og auðvitað skipti það líka máli að hann er voðalega flottur. Hann er sjálfskiptur þannig að það er einnig afskaplega gott að keyra hann." Ölmu þykir vissulega vænt um smábílinn sinn en hún gæti samt alveg komist af án hans ef hún ætti annan. "Ég veit alveg að ég er ekki á flottasta bílnum í bænum og mér er alveg sama. Ég legg ekki mikið upp úr því að vera á flottum bíl enda er bíllinn bara til að koma mér á milli staða." "Áður en ég eignaðist þennan smábíl átti ég hvíta Nissan Micru," segir Alma og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana út í ást hennar á smábílum. "Já, ég er voðalega mikið fyrir smábíla enda er ég ekki mjög stór. En ég hef alls ekki mikið vit á bílum og er ekki týpan sem er með alla bílahlutina á hreinu eins og álfelgur og eitthvað í þeim dúr." En á Nylon-dísin sér draumabíl? "Já, það er svartur Lexus. Alltaf þegar ég sé þannig bíl á götunni þá finnst mér hann gjörsamlega geðveikur. Það er eitthvað heillandi við hann. En hann er örugglega fokdýr þannig að það er ekkert á dagskránni hjá mér að festa kaup á honum. Kannski þegar ég verð stærri," segir Alma og hlær, enda Lexus bílar engin smásmíði miðað við smábílana.
Bílar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira