Hver má kaupa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. apríl 2005 00:01 Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir [email protected]
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun