Fram knúði fram oddaleik 13. október 2005 19:01 Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni. Þeir sigruðu með einu marki, 31-30, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Sigurmarkið skoraði Jón Björgvin Pétursson einni mínútu fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók þá frákast af eigin vítakasti sem hann klúðraði og skoraði. Eyjamenn náðu ekki að nota síðustu mínútuna til þess að skora og því verða liðin að mætast í oddaleik í Eyjum. Jón Björgvin fór á kostum í liðin Fram og skoraði 14 mörk og var þar að auki mjög öruggur í vítaköstunum. Stefán Baldvin átti lipra spretti sem og Hjálmar Vilhjálmsson. Petkevicius varði síðan oft á mikilvægum augnablikum. Hjá ÍBV var Samúel Árnason mjög atkvæðamikill og stórskyttan Tite Kalandadze var einnig skæður. Roland varði ágætlega í markinu en aðrir hafa oft leikið betur. Mikill hasar var í leiknum og Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik var lokið fyrir óíþróttamannslega framkomu en dómarar leiksins - Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson - réðu lítið við hlutverk sittt í kvöld og margir dómar þeirra voru glórulausir. Þeir sendu Framara tólf sinnum í kælingu en Eyjamenn átta sinnum. - HBGFram-ÍBV 31-30 (27-27) Mörk Fram (skot): Jón Björgvin Pétursson 14/7 (17/8), Stefán Baldvin Stefánsson 5 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 5 (14), Arnar Þór Sæþórsson 3 (4), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Þorri B. Gunnarsson 1 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Jóhann G. Einarsson 1 (1), Hraðaupphlaup: 2 (Stefán og Þorri). Fiskuð víti: 8 (Jón B. 2, Stefán 2, Þorri, Arnar, Ingólfur Axelsson, Sigfús Sigfússon). Varin skot: Egidijus Petkevicius 16/3. Mörk ÍBV (skot): Samúel Ívar Árnason 12/6 (20/8), Tite Kalandadze 7 (10), Sigurður Ari Stefánsson 5 (9), Kári Kristjánsson 2 (3), Zoltan Belanyi 2 (4/1), Svavar Vignisson 1 (1), Sigurður Bragason 1 (3), Hraðaupphlaup: 4 (Samúel 2, Zoltan, Svavar). Fiskuð víti: 9 (Robert Bognar 3, Zoltan 2, Svavar 2, Tite, Sigurður Ari). Varin skot: Roland Valur Eradze 22.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira