Klæðnaðurinn getur gert gæfumuninn 12. apríl 2005 00:01 Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað. Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Góðir gönguskór eru hvað mikilvægastir að áliti Helga og kemur ekki á óvart. Þeir þurfa að vera vatnsheldir með gott grip og gefa stuðning við ökklann. "Klassískir skór sem henta við flestar aðstæður eru með hálfstífum sóla og hann má ekki vera of þunnur. Gott er að hafa goretex í yfirdekkinu upp á vatnsheldnina og endinguna og það verður að vera hægt að bera í þá," segir hann og hugar næst að sokkunum. "Ullarsokkar eða ullarblandaðir henta best í gönguferðir, hvort sem er að sumri eða vetri. Fólk þarf að losna við rakann frá fótunum og það er aðaltilgangurinn með sokkunum. Sumir nota þynnri sokka innan undir en sjálfur vil ég bara eina og þá gjarnan með frotté innan í." Helgi segir nærfatnaðinn verða að hafa þann eiginleika að draga svitann frá líkamanum og halda honum hlýjum og mælir þar með ullarfötum fremur en gerviefnum. "Ullin heldur góðri einangrun jafnvel þó að hún sé rök og svo lyktar hún betur en gerviefnin," segir hann og mælir með langermanærfötum sem hægt sé að renna upp í háls. Þá eru það buxurnar. "Aðalkröfur sem við gerum til útivistarfatnaðar er að hann sé úr fljótþornandi efni. Það þýðir í stuttu máli ekki bómull. Hún er fín við miðbaug," segir hann og fordæmir líka gallabuxur í gönguferðum. "Það eru til mjög þægilegar göngubuxur úr stretsefnum sem anda," tekur hann sem dæmi. Þá eru það milliflíkurnar sem Helgi kallar svo. Þar mælir hann með flíspeysum eð lopapeysum. Yst er svo jakki sem stoppar vindinn og úrkomuna, gjarnan úr einhverju öndunarefni, en það telur hann þó ekki stærsta atriðið miðað við margt annað. Húfur og vettlinga telur hann hins vegar ómissandi á Íslandi, hver sem árstíminn er. "Líkaminn þarf að halda réttu hitastigi á höfðinu og það fer mikil orka í það ef einhver kuldi er," tekur hann fram og ráðleggur öllum að hafa lítinn bakpoka meðferðis, bæði til að setja fatnað í þegar fólki hlýnar á göngunni, smá skyndihjálparbúnað, drykk og bita. Þá mælir hann með tveimur stillanlegum göngustöfum til að auka jafnvægið og taka álagið af hnjám og öðrum liðamótum, helst með handfangi sem nær vel niður á skaftið. Að fengnum þessum góðu ráðleggingum er fátt eftir nema fara eftir þeim og skunda af stað.
Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira