Slagurinn harðnar Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 15. apríl 2005 00:01 Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun