Landsliðsklíka í Laugardalnum 24. apríl 2005 00:01 Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Mig rak rogastans fyrir skemmstu þegar ungur piltur nátengdur mér var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað 17 ára leikmönnum og yngri. Það væri nú vart í frásögur færandi nema að sá hinn sami hafði greinst með alvarlegan kvilla í baki og hafði fimm mánuðum áður verið skipað af læknum að hvíla sig frá íþróttaiðkun í 6-9 mánuði. Þegar kallið kom frá unglingalandsliðinu hafði umræddur leikmaður verið frá keppni í heila fimm mánuði og í engu leikformi. Það var síðan fyrir nokkrum vikum sem hann fékk grænt ljós frá læknum um að byrja að spila á ný, en þá hafði hann ekki sparkað í bolta í átta mánuði. Þetta atvik fékk mig til að rifja upp hliðstætt atvik sem átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar ég sjálfur var leikmaður á þessum aldri. Þá voru tveir jafnaldrar mínir valdir í U-17 ára landslið Íslands þrátt fyrir að hafa hætt knattspyrnuiðkun rúmu ári áður. Ástæðan fyrir valinu getur ekki hafa verið önnur en sú að þeir höfðu verið fastamenn í hinum ýmsu æfingabúðum og úrtökum á vegum KSÍ árin áður og hlytu því að kunna eitthvað í fótbolta. Hér er ég ekki að fara með neinar fleipur heldur er ég að rekja tvö dæmi á síðustu árum sem ég veit með vissu að eru rétt og tengjast mér persónulega. Eru þessi tvö dæmi þau einu sinnar tegundar sem komið hafa upp á síðustu árum? Mér er það til efs. Reyndar hef ég heyrt fleiri fleiri hliðstæð dæmi utan af mér þar sem ungir leikmenn hafa þekkst boð KSÍ um að spila unglingalandsleik þrátt fyrir að hafa lagt skóna "formlega" á hilluna meira en ári áður. Það hafa þeir komist upp með, enda vita þjálfarnir ekki betur. Allt styður þetta þá tilgátu sem verið hefur á sveimi í fjöldamörg ár - að það sé í raun erfiðara að detta út úr landsliðinu en að komast í það. Það að leikmaður skuli hafa verið valinn í landsliðsúrtak á vegum Íslands eftir að hafa verið meiddur í tæplega hálft ár, hvað þá hættur í rúmt ár, er einfaldlega skandall og sýnir að eftirlit með leikmönnum er stórlega ábótavant. Ábyrgðin hlýtur að leggjast á þjálfarann og er ekki hægt annað en að efast um hvort sá maður sé starfi sínu vaxin. Tökum dæmið um leikmannin sem hafði verið meiddur í tæpt hálft ár. Það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðshóp staðfestir að landsliðsþjálfari hafði ekki mætt á leik með liði hans í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hafði ekki haft samband við þjálfara viðkomandi félagsliðs í fimm mánuði. Það þýðir að landsliðsþjálfari hefur ekki verið að sinna einum af grunnskyldum allra þjálfara í fimm mánuði - það grundvallaratriði að vita hvernig ásigkomulagi leikmenn sínir eru í. En af hverju stafa þessi slælegu vinnubrögð? Mín tilgáta er sú að slíkt val, hvort sem um er að ræða í einhvern úrtakshóp eða sjálfan landsliðshópinn, byggist á þeim kjarna leikmanna sem tilnefndir eru af sínu félagsliði í 4. flokki til að taka þátt í æfingabúðum á Laugarvatni sem haldnar eru á ári hverju. Þær búðir eru á vegum KSÍ það er í þeim sem athugun á efnilegustu leikmönnum landsins hefst. Það er þar sem hin svokallaða "landsliðs-klíka" byrjar að myndast. Það væri reyndar verðugt rannsóknarefni að kanna hversu margir af þeim leikmönnum sem hafa spilað með ungmennaliðum íslands undanfarin ár voru valdir í Laugarvatns-úrtakið í 4. flokki. Mín ágiskun er að þeir séu mjög margir. Staðreyndin er að með því að komast í það úrtak ertu á grænni grein varðandi landsliðsval í framtíðinni. Með því að komast í Laugarvatns-úrtakið ertu kominn á þann lista leikmanna sem þjálfarar KSÍ eru með á sínum vegum og byggja val sitt á, að undanskildum ákveðnum fjölda yfirburðaleikmanna sem koma upp í hverjum árgangi - leikmönnum sem fylgst er með og eiga ávallt fast sæti í ungmennalandsliðum Íslands. Valið á öðrum leikmönnum byggist á reynslu fyrri úrtaka og æfingabúða, og skiptir þá engu hvort viðkomandi leikmaður hafi verið hættur knattspyrnuiðkun í meira en ár, eins og sagan sýnir. Allir þeir leikmenn sem komu við sögu í þeim persónulegu dæmum sem ég rakti í upphafi pistilsins, og fleiri til, fóru til dæmis á Laugarvatn í 4. flokki. Tilviljun eða hvað? Vignir Guðjónsson - [email protected]
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun