Chicago 1 - Washington 0 25. apríl 2005 00:01 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum). NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum).
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira