Molar dagsins 25. apríl 2005 00:01 Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Liðsmenn Philadelphia og San Antonio eru með það á hreinu hvað þeir þurfa að gera til að laga leik sinn fyrir leik tvö í einvígjum sinna liða og Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento þurfti að opna budduna sína og greiða sekt eftir fíflalæti í leiknum við Seattle. Þá fékk Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks einnig myndarlega sekt fyrir að rausa í dómaranum eftir fyrsta leik Dallas og Houston. Mobley sektaður Cuttino Mobley, leikmaður Sacramento Kings var í dag sektaður um 15 þúsund Bandaríkjadali fyrir að sýna varamannabekk Seattle ögrandi og dónalegt látbragð í fyrsta leik liðanna á sunnudagskvöldið, en slíkt er litið afar alvarlegum augum í NBA. Denver vill vinna báða Lið Denver Nuggets hefur fulla hyggju á að ná að vinna báða fyrstu tvo leikina í San Antonio, eftir að hafa komið á óvart í fyrsta leiknum. San Antonio er almennt álitið með sterkasta heimavöllinn í deildinni, en Denver kom einvíginu í uppnám með góðum sigri í fyrsta leiknum. "Við lögðum upp með að reyna að stela a.m.k. einum leik í San Antonio, en nú þegar það hefur tekist strax í fyrsta leik, væri frábært að ná að vinna þá báða og fara heim til Denver í stöðunni 2-0," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Tim Duncan hjá San Antonio segir stöðuna einfalda hjá sínum mönnum. "Við þurfum ekki meiri hvatningu en þetta. Þeir hafa stolið af okkur heimavallarréttinum og því er afar mikilvægt fyrir okkur að vinna næsta leik. Svo þurfum við að fara á þeirra heimavöll og vinna leik þar. Við verðum að leika betur og við verðum að vera skynsamari í okkar leik," sagði Duncan. Ekkert óvænt í spilunum Leikmenn Miami Heat segjast vera tilbúnir miklu áhlaupi New Jersey Nets í næsta leik, eftir að Heat vann auðveldan sigur í fyrsta leiknum. Nets vilja meina að þeir geti bætt sig verulega og eigi enn tækifæri til að slá frá sér. "Við vitum að herra Carter og herra Kidd eiga eftir að koma ákveðnir til leiks og reyna allt sem þeir geta til að slá okkur við," sagði hinn orðheppni Shaquille O´Neal. "Þeir koma okkur hinsvegar ekkert á óvart og við verðum tilbúnir að mæta þeim." "Við vitum að í úrslitakeppninni er einn leikur bara einn leikur og það er allt sem þetta var - bara einn leikur. Menn verða hinsvegar að bregðast rétt við og laga sinn leik, annars grefur maður sig bara ofan í holu. Við ætlum að reyna að bregðast rétt við tapinu og okkur hlakkar til áskorunarinnar" sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Við þurfum að laga okkar leik, það er á hreinu," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Nets. "Ef við beinum of mikilli athygli að Shaq, opnast allt fyrir þriggja stiga skyttur þeirra. Við verðum að finna leið til að halda þeim frá þessum þriggja stiga skotum," sagði Kidd, en það voru einmitt þriggja stiga skyttur Miami, með Damon Jones í fararbroddi sem gerðu útaf við Nets í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira