Ráðningar stjórnmálamanna 6. maí 2005 00:01 Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -[email protected]
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun