Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur Eurovision Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur
Eurovision Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira