Óánægja með sýknudóm yfir Lettum 14. maí 2005 00:01 Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. Mennirnir tveir sem störfuðu sem rútubílstjórar á vegum GT verktaka, sem er undirverktaki verktakafyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, sögðust vera hér samkvæmt verktakasamningi við lettneska starfsmannaleigu. Halldór Grönvold hjá Alþýðusambandi Íslands segist vita að hér megi flytja inn fólk frá nýjum aðildarríkjunum ESB ef um þjónustusamninga er að ræða. Hins vegar sé sambandið ósátt við að dómarinn skuli leggja til grundvallar málamyndagerning á atburðarás sem hafi verið hönnuð löngu eftir að umræddir erlendir verkamenn hafi komkið hingað til starfa. Þeir hafi komið í byrjun febrúar og hafið störf en grunnurinn að dóminum sé samningur sem undirritaður hafi verið 29. mars, eða einum mánuði og þremur vikum síðar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lögum um útlendinga megi útlendingar, sem falla undir reglur EES-samningsins eða stofnsamnings EFTA, koma til landsins og dvelja hér og starfa án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði. Halldór segir að ASÍ hefði viljað að ákæruvaldið á Austurlandi hefði brugðist mun hraðar við þannig að það væri ekki hægt að setja atburðarás í gang eins og fyrirtækin Vislandia og GT verktakar hafi gert. Halldór segir þó að ekki sé við Lettana að sakast í þessu máli heldur fyrirtækin. ASÍ hafi lagt áherslu á það að þessir erlendu verkamenn séu fórnarlömb í atburðarásinni og að fyrirtækin séu í raun að misnota þá. Það sem skipti máli sé að íslenskum starfsmönnum hjá GT verktökum hafi verið sagt upp án nokkurra saka til þess að ráða ódýrt, erlent vinnuafl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent