Bjargað þrekuðum og sjóblautum 16. maí 2005 00:01 Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira