Bjargað þrekuðum og sjóblautum 16. maí 2005 00:01 Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mótorbáturinn Hrund BA-87 brann á Patreksfjarðarflóa fyrir klukkan fimm aðfaranótt mánudags. Skipstjóri bátsins komst við illan leik í björgunarbát þaðan sem honum var bjargað. Hann féll illa þegar hann var í flýti að koma sér frá borði og lenti hálfur í sjónum við að fara í börgunarbát. Júlíus Sigurjónsson, skipstjóri á Ljúfi BA-302, sagðist hafa séð mikinn svartan reyk stíga til himins þar sem hann var við veiðar um 30 mílur norðvestur af Patreksfirði. "Ég hafði grun um að þetta væri Hrundin, ég hafði séð hana sigla hjá þegar ég vaknaði um nóttina. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í 112 sem gaf mér samband við Gæsluna," sagði hann en samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þetta fimm mínútum fyrir fimm um morguninn. "Þegar þetta var hafði ekkert neyðarkall borist frá bátnum en þeir sögðu mér að hann væri nýdottinn út af sjálfvirku skyldunni. Ég setti strax á fulla ferð og var kominn að bátnum svona korteri síðar. Þetta voru langar fimmtán mínútur að mér fannst, en fyrst um sinn vissi ég ekki hvort það hafði orðið mannskaði. Á leiðinni sá ég neyðarblys og létti mjög að það skyldi vera lífsmark." Þegar Júlíus bar að var skipstjóri Hrundar kominn í björgunarbát, en báturinn sjálfur logaði stafna á milli. "Mér gekk sæmilega að koma honum um borð, var enda mjög stressaður, adrenalínið flæddi og ég fékk þann kraft sem þurfti," sagði Júlíus, en skipbrotsmaðurinn var mjög þungur, enda blautur og í kraftgalla. "Hann hefur lent í sjónum við að komast í bátinn og var mjög dasaður og þreklítill. Hann hafði slasast á höfði og líklega víðar." Júlíus segist hafa gefist upp við að taka björgunarbátinn um borð og kallað til aðstoðar bátinn Kríuna BA-75 við það. Hann tók stímið í land til að koma manninum sem fyrst á sjúkrahús. "Ég hafði grun um að hann hefði andað að sér eitruðum reyknum," sagði hann en heimferðin tók liðlega einn og hálfan tíma. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar bátsbrunann, en slík rannsókn fer alltaf fram þegar bátur ferst, auk þess sem sjópróf eru haldin. Lögregla gerði ráð fyrir að skýrslutaka færi fram í gærkvöld og í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira