Horfði á föður sinn stunginn 16. maí 2005 00:01 Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira