Ástæðan brot á siðvenjum 17. maí 2005 00:01 Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þrír menn yfirbuguðu manninn sem drap annan í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við einn þeirra í dag sem segir ástæðuna fyrir manndrápinu hafa verið brot á siðvenjum Víetnama. Manndrápið snerist um heiður. Árásarmaðurinn, Tien, er 33 ára gamall en fórnarlambið, Phong, var 29 ára. Að sögn Sinh Xuan Luu, eins mannanna sem yfirbuguðu árásarmanninn, sýndi hinn látni árásarmanninum ekki tilhlýðilega virðingu þegar þeir ræddu saman. Þar sem árásarmaðurinn var eldri en fórnarlambið bar honum, samkvæmt víetnömskum hefðum, að ávarpa hann með sérstökum hætti. Sinh segir Phong hafa vitað það en hafa haldið að Tien væri aðeins einu ári eldri og hafa því haldið að það skipti ekki miklu máli. Sautján manns voru í matarboðinu í Hlíðarhjallanum og kom árásarmaðurinn á staðinn þegar matargestir voru að ljúka við borðhaldið. Sinh segir að árásarmaðurinn og hinn látni hafi ekki rifist harkalega; eftir borðhaldið hélt hinn látni á klósettið og árásarmaðurinn elti hann. Sinh, ásamt bróður sínum og frænda, fóru inn á klósett og sáu árásarmanninn með blóðugan eldhúshníf í hendinni en í átökunum náði árásarmaðurinn að stinga bróður hans í fótinn. Sinh var með dagblað sem hann brá yfir hnífinn og reyndi að brjóta hann. Þegar þeir höfðu náð að yfirbuga Tien hringdi Sinh á lögregluna. Þá hafði Phong farið úr íbúðinni og fram á stigagang þar sem hann lést. Mikið blóð var á klósettinu, í íbúðinni og í stigaganginum. Sinh segir bróður sínum líða ágætlega nú, tveimur dögum eftir kvöldið örlagaríka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira