Jói var okkar stoð og stytta 17. maí 2005 00:01 "Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
"Jói var okkar stoð og stytta hér," segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnuveitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. "Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast yndislega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa verið hér í eitt ár," sagði Sigurður. "Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist," sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. "Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig," sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: "Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða krossins fyrir fjórtán árum." Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: "Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minningar um Jóa og þær lifa áfram." Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira