Ökuníðingar hvergi óhultir 19. maí 2005 00:01 Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira