Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax 19. maí 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent