Sagði eiginkonu hafa viljað deyja 27. maí 2005 00:01 Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira