Segir DV á gráu svæði 31. maí 2005 00:01 Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira