Miami 3 - Detroit 3 5. júní 2005 00:01 Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum). NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum).
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira