Mikilvægt að vera í góðu formi 7. júní 2005 00:01 "Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös. Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös.
Heilsa Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira