Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði 9. júní 2005 00:01 Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira