Reyklausir með reykingahósta 18. júní 2005 00:01 Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - [email protected]
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun