Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur 19. júní 2005 00:01 Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira