Vináttan lengir lífið 20. júní 2005 00:01 Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum. Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum.
Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira