Segja málflutning ASÍ rangan 21. júní 2005 00:01 Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira