Segja málflutning ASÍ rangan 21. júní 2005 00:01 Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira