Er enski boltinn jaðarsport? 28. júní 2005 00:01 Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - [email protected]
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun