Einn af tekjustólpum ríkisins? 30. júní 2005 00:01 Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –[email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun