Jón Gerald í meiðyrðamál 2. júlí 2005 00:01 "Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
"Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira