Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum 3. júlí 2005 00:01 Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Í Lúxemborg ríkir bankaleynd og aðgangur að reikningum er aðeins veittur lögreglu ef grunur leikur á peningaþvætti eða innherjaviðskiptum. Samkævmt öruggum heimildum fréttastofu koma hvorki peningaþvætti né innherjaviðskipti fyrir í ákæruliðunum fjörutíu í Baugsmálinu. Að öðru leyti hafa engar upplýsingar fengist um innihald ákæruliðanna að öðru leyti en því að þar séu mjög alvarlegar ásakanir um fjárdrátt. Ákærurnar verða ekki þingfestar fyrr en 17. ágúst og verða því ekki gerðar opinberar fyrr en þá. Ekki er óvarlegt að ætla að ferlið sem þá taki við gæti tekið eitt og hálft til tvö ár og fyrst þá verði málið til lykta leitt. Í gær sagðist Jón Gerald Sullenberger ætla í meiðyrðamál við Jónatan Þórmundsson lagaprófessor. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir hann ekki hafa nokkrar forsendur til þess, enda hafi það komið fram í fréttum Ríkissjónvarpssins í gær að Jón Gerald hafi viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa haft í hótunum við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra fyrirtækisins. Það sé því alls ekki of langt gengið hjá Jónatani að komast að þeirri niðurstöðu að Jón Gerald hafi farið fram með málið af hefndarhug. „Ég held að það væri þá nær fyrir Jónatan Þórmundsson að íhuga einhvers konar málsókn á hendur Jóni Gerald, en það mun hann auðvitað ekki gera því þetta er auðvitað ekki svaravert,“ segir Hreinn. Hreinn telur það einkennilega tilviljun að Jón Gerald, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hafi verið staðsettur á Íslandi þegar ákærur voru gefnar út. Honum finnst það allt að því broslegt að hann hafi verið hér á þeim tímapunkti, gefi viðtöl og hóti að fara í mál við allt og alla.m Aðspurður hvort hann telji að Jón Gerald hafi vitað hvenær ákæran yrði birt segist Hreinn ekki hafa hugmynd um það en tímasetning heimsóknar Jóns sé óneitanlega athyglisverð. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að kaup Baugs á Somerfield-verslanakeðjunni væru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Sunday Times greindi frá því að Jón Ásgeir hefði boðist til að draga sig út úr tilboðinu, enda gæti fjármögnun kaupanna reynst erfið því hæpið væri að bankar myndu lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkti um Baug. Hreinn segir þetta vissulega munu hafa mikil áhrif fyrir félagið erlendis og það sé verkefni sem verið sé að takast á við um þessar mundir. Í dagblaðinu Daily Telegraph í dag var því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri sneri að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira