Bretar undrandi og reiðir 13. júlí 2005 00:01 Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira