Starfsleyfi Alcoa dregið í efa 14. júlí 2005 00:01 Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira