FH hefur ekki slegið út ÍA í 25 ár 16. júlí 2005 00:01 FH hefur ekki náð að slá út ÍA í bikarkeppninni í 25 ár eða síðan að liðið vann 3-1 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar 1980. Skagamenn hafa unnið þrjár síðsutu bikarviðureignir liðanna og í tvö síðustu skiptin hafa þeir unnið bikarmeistaratitilinn (2000 og 2003) eftir að hafa slegið út FH. Síðasti bikarleikur liðanna var einmitt bikarúrslitaleikurinn árið 2003 þar sem Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Skagamanna á 80. mínútu. Það voru þeir Pálmi Jónsson, Magnús Teitsson og Helgi Ragnarsson sem skoruðu mörk FH fyrir 25 árum en Jón Gunnlaugsson (faðir Gunnlaugs fyrirliði ÍA) náði að jafna leikinn í 1-1 á 74. mínútu. FH-ingar fóru alla leið í undanúrslitin þetta sumar en duttu þar út í framlengingu fyrir verðandi bikarmeisturum í Fram. FH hefur aðeins unnið 2 af 8 bikarleikjum gegn ÍA hinn sigurinn kom í framlengingu í 8 liða úrslitum keppninnar þremur árum áður. FH-ingar hafa unnið tvo örugga sigra í VISA-bikarkeppninni til þessa , fyrst 5-0 sigur á Víði á útivelli í Garðinum í 32 liða úrsltum og svo 3-1 sigur á KA-mönnum á heimavelli í 16 liða úrslitunum. FH-ingar hafa byrjað báða leikina mjög vel, skoruðu tvö mörk gegn Víði á fyrstu 7 mínútunum og voru komnir í 3-0 eftir hálftíma gegn KA. Tryggvi Guðmundsson er markahæstur hjá FH í VISA-bikarnum með 3 mörk. Skagamenn hafa lent í meiri vandræðum á leið sinni inn í átta liða úrslitin. ÍA vann 3. deildarlið Gróttu 1-2 í 32 liða úrslitunum þar sem Unnar Örn Valgeirsson skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok og þruftu síðan framlengingu gegn 1. deildarliði Breiðabliks. Pálmi Haraldsson skoraði sigurmarkið á 101. mínútu eftir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði tryggt Skagamönnum framlenginguna með jöfnunarmarki 9 mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira
FH hefur ekki náð að slá út ÍA í bikarkeppninni í 25 ár eða síðan að liðið vann 3-1 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar 1980. Skagamenn hafa unnið þrjár síðsutu bikarviðureignir liðanna og í tvö síðustu skiptin hafa þeir unnið bikarmeistaratitilinn (2000 og 2003) eftir að hafa slegið út FH. Síðasti bikarleikur liðanna var einmitt bikarúrslitaleikurinn árið 2003 þar sem Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Skagamanna á 80. mínútu. Það voru þeir Pálmi Jónsson, Magnús Teitsson og Helgi Ragnarsson sem skoruðu mörk FH fyrir 25 árum en Jón Gunnlaugsson (faðir Gunnlaugs fyrirliði ÍA) náði að jafna leikinn í 1-1 á 74. mínútu. FH-ingar fóru alla leið í undanúrslitin þetta sumar en duttu þar út í framlengingu fyrir verðandi bikarmeisturum í Fram. FH hefur aðeins unnið 2 af 8 bikarleikjum gegn ÍA hinn sigurinn kom í framlengingu í 8 liða úrslitum keppninnar þremur árum áður. FH-ingar hafa unnið tvo örugga sigra í VISA-bikarkeppninni til þessa , fyrst 5-0 sigur á Víði á útivelli í Garðinum í 32 liða úrsltum og svo 3-1 sigur á KA-mönnum á heimavelli í 16 liða úrslitunum. FH-ingar hafa byrjað báða leikina mjög vel, skoruðu tvö mörk gegn Víði á fyrstu 7 mínútunum og voru komnir í 3-0 eftir hálftíma gegn KA. Tryggvi Guðmundsson er markahæstur hjá FH í VISA-bikarnum með 3 mörk. Skagamenn hafa lent í meiri vandræðum á leið sinni inn í átta liða úrslitin. ÍA vann 3. deildarlið Gróttu 1-2 í 32 liða úrslitunum þar sem Unnar Örn Valgeirsson skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok og þruftu síðan framlengingu gegn 1. deildarliði Breiðabliks. Pálmi Haraldsson skoraði sigurmarkið á 101. mínútu eftir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði tryggt Skagamönnum framlenginguna með jöfnunarmarki 9 mínútum fyrir leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira